Persónuverndarstefna Kubuneh/Allir skipta máli

Almennt um persónuupplýsingarnar

    • Kubuneh leggur áherslu á öryggi persónuupplýsinga viðskiptavina sinna.
    • Kubuneh leggur áherslu á að farið sé með allar persónuupplýsingar í samræmi
    við lög og reglur um persónuvernd og úrvinnslu persónuupplýsinga
    (Persónuverndarlögin).
    • Kubuneh leggur áherslu á að vinnsla á persónugreinanlegum upplýsingum sé
    takmörkuð að því marki að hægt sé að veita þá þjónustu sem viðskiptavinir biðja
    um.
    • Kubuneh leggur áherslu á ábyrga vinnslu upplýsinga um viðskiptavini og að sú
    vinnsla sé gerð á ábyrgan, öruggan og löglegan hátt.
    • Kubuneh leggur áherslu á að allar upplýsingar um viðskiptavini sem látnar eru í té
    eða sóttar með þeirra leyfi til þriðja aðila séu eingöngu sóttar í þeim tilgangi að
    hægt sé að veita viðskiptavinum þá þjónustu sem þeir biðja um.
    • Kubuneh leggur áherslu á að viðskiptavinir Kubuneh séu eigendur að sínum eigin
    persónuupplýsingum, hafi einir aðgang að slíkum upplýsingum, ásamt starfsfólki
    Kubuneh og nauðsynlegum þriðju aðilum.

Hvaða persónuupplýsingum söfnum við og hvers vegna?

Þessi kafli lýsir því hvers vegna við söfnum persónulegum upplýsingum, hvaða
upplýsingar er unnið með og hvers vegna það er gert.

1. Til þess að vinna með og halda utan um pantanir og vörukaup

Unnið er með persónuupplýsingar til þess að:

    • afhenda pantaða/keypta vöru eða þjónustu (þ.m.t. tilkynningar um stöðu
    pöntunar og til að hafa samband vegna spurninga/upplýsinga um afhendingu).
    • geta staðfest aldur og aðrar nauðsynlegar upplýsingar.
    • geta staðfest upplýsingar um heimilisfang með tengingu við utanaðkomandi
    skrár, t.d. Þjóðskrá eða símaskrá.
    • hjálpa til við vöruskil, kvartanir og ábyrgðarmál.

Tegundir upplýsinga sem er unnið með:

    • Nafn
    • Tengiliðaupplýsingar (s.s. heimilisfang, netfang, símanúmer)
    • Greiðsluupplýsingar (s.s. upplýsingar um færslur, dagsetningu færslna, númer á
    More korti).
    • Kennitala
    • Greiðslusaga
    • Pöntunarsaga, s.s. hvaða vara var keypt og hvert hún var send

2. Til þess að hafa umsjón með aðgangi þínum að vefmiðlum okkar

Unnið er með persónuupplýsingar til þess að:

    • halda utan um stillingar og upplýsingar tengdum greiðslusögu og greiðsluleiðum

Tegundir upplýsinga sem er unnið með:

    • Nafn
    • Tengiliðaupplýsingar (s.s. heimilisfang, netfang, símanúmer)
    • Upplýsingar um vörukaup
    • Greiðslusaga
    • Kennitala

3. Til að halda utan um athugasemdir/kvartanir vegna þjónustu

Unnið er með persónuupplýsingar til þess að:

    • Eiga samskipti við viðskiptavini í gegnum síma eða rafræna miðla (þ.m.t.
    samskiptamiðla)
    • Gera okkur fært að auðkenna viðskiptavini.
    • Gera okkur fært að rannsaka kvartanir og geta stuðst við gögn (m.a. með hjálp
    tækninnar).

Tegundir upplýsinga sem er unnið með:

    • Nafn
    • Tengiliðaupplýsingar (s.s. heimilisfang, netfang, símanúmer)
    • Bréf, tölvupóstar, símaskilaboð eða aðrar upplýsingar veittar vegna
    athugasemdar/kvörtunar.
    • Upplýsingar um kaupdag, staðsetningu vörukaupa eða vörugalla/kvartanir.
    • Tækniupplýsingar frá þínum tækjum.
    • Kennitala

4. Til að leggja mat á, þróa og bæta þjónustu okkar, vörur og kerfi fyrir viðskiptavini almennt

Unnið er með persónuupplýsingar til þess að:

    • Gera þjónustuna notendavænni, t.d. með því að breyta viðmóti til að einfalda
    flæði upplýsinga eða til að gera mikið notaða eiginleika rafrænna miðla meira
    áberandi.
    • Skrásetja upplýsingar til þess að bæta ferla er varða vöruflæði, t.d. með því að
    spá fyrir um sölur, birgðastöðu og sendingar.
    • Skrásetja upplýsingar til þess að bæta vöruframboð.
    • Veita þér tækifæri til að hafa áhrif á vöruframboðið sem við bjóðum upp á.
    • Skrásetja upplýsingar til að bæta tölvu- og tæknibúnað til að auka öryggi
    viðskiptavina og þeirra sem heimsækja vefmiðla okkar.

Tegundir upplýsinga sem er unnið með:

    • Gögn sem notandi býr til (t.d. smellir á vefsíðu og vefflettingar).
    • Aldur
    • Búseta
    • Bréf, tölvupóstar, símaskilaboð eða aðrar upplýsingar veittar af viðskiptavini
    • Tæknilegar upplýsingar sem snúa að þeim tækjum sem notuð eru og stillingar,
    s.s. tungumálastillingar, IP tölur, vafrastillingar, tímabelti, stýrikerfi, skjástillingar
    o.fl.
    • Upplýsingar um notkun þína, t.d. á hvaða hátt þjónustur voru notaðar, hvar og
    hversu lengi ýmsar síður voru heimsóttar, viðbragðstími, villur við niðurhal,
    hvernig hægt er að tengjast þjónustum og hvenær farið var úr þjónustum, o.s.frv.

Til þess að gera þetta þá framkvæmum við greiningar á heildargögnum (ekki á einstaklingum), varðandi:

    • Hvernig vefsíður okkar og aðrir rafrænir miðlar eru notuð (t.d. hvaða síður eða
    síðuhlutar hafa verið heimsótt og að hverju hefur verið leitað).
    • Vörukaupasaga
    • Aldur
    • Landfræðilegar og/eða lýðfræðilegar upplýsingar

5. Smákökur (cookies)

Það eru tvær tegundir af smákökum. Ein geymir textaskrá í ákveðinn tíma, þar til hún
rennur út. Tilgangur hennar er t.d. að segja þér hvað hefur gerst frá því þú heimsóttir
síðast. Hin tegundin er svokölluð session cookie, sem hefur ekki dagsetningu.
Textaskráin er vistuð tímabundið, á meðan þú ert á vefsíðu og gæti t.d. hjálpað til við að
muna tungumálið sem þú ert að nota. Um leið og vafranum er lokað, eyðist textaskráin.

Á Kubuneh notum við smákökur til að halda utan um það hvað þú hefur sett í
vörukörfuna. Við notum líka smákökur til að halda utan um tölfræði, til þess að hjálpa
við þróun síðnanna. Þeim upplýsingum er safnað í samstarfi við þriðja aðila.

Vefkerfið sem vefsíður Kubuneh byggja á og viðbætur við það kunna einnig að notast við
smákökur til að bæta upplifun viðskiptavina.

Til þess að notast við vefsíður okkar þarf að samþykkja smákökur. Þú getur gert það í
stillingum vafrans sem þú notar. Ef þú gerir það ekki, þá getur verið að vefsíðurnar virki
ekki sem skyldi.

6. Bókhaldsgögn

Bókhaldsgögn Kubuneh eru vistuð í samræmi við öryggiskröfur persónuverndarlaganna
og laga um færslu bókhalds og varðveislu þess. Geymsla og vistun slíkra upplýsinga
miðast við lög þess efnis.

7. Takmörkun ábyrgðar

Að því marki sem gildandi lög heimila, ber Kubuneh enga skaðabótaábyrgð vegna atvika
sem upp kunna að koma vegna þess hvernig þjónustan er notuð eða hún útveguð, nema
ef hægt er að rekja slík atvik til stórfeldrar/vítaverðrar vanrækslu eða misferlis af
ásetningi af hálfu Kubuneh.

Kubuneh ber enga ábyrgð á töfum sem verða á þjónustunni eða því að þjónustan virki
ekki sem skyldi vegna óviðráðanlegra atvika.

8. Lög og lögsaga

Þessi persónuverndarstefna fellur undir íslensk lög. Leysa skal úr ágreiningi sem kann
að rísa eða í tengslum við persónuverndarstefnuna fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur ef ekki
er hægt að leysa úr honum á annan hátt.

9. Samþykki þitt

Með því að nota síðuna okkar samþykkir þú persónuverndarstefnu okkar og breytingar
sem kunna að verða á henni.

Ef persónuverndarstefnu okkar verður breytt mun dagsetningunni hér að neðan verða
breytt.

Þessari persónuverndarstefnu var síðast breytt 18.08.2025

Hafðu samband við okkur ef einhverjar spurningar vakna varðandi þessa
persónuverndarstefnu með því að nota upplýsingarnar hér að neðan.

Netverslun Kubuneh
Allir skipta máli
Vestmannabraut 37
900 Vestmannaeyjum
Ísland
kubunehverslun@gmail.com