KUBUNEH
Saman getum við haft áhrif
Saman getum við haft áhrif
Góðgerðarfélagið allir skipta máli rekur heilsugæslu í þorpinu Kubuneh í Gambíu. Til að fjármagna verkefnið rekur félagið verslun í Vestmannaeyjum og selur föt með sögu. Verslunin ber nafnið Kubuneh eins og þorpið..
Með því að versla í Kubuneh Verslun hjálpar þú okkur að reka heilsugæslu Í Gambíu. Frá því að verslunin opnaði hefur heilbrigðisþjónusta fyrir íbúa Kubuneh og þorpanna í kring aukist til muna. Sjúkrabílar hafa verið keyptir sem eykur öryggi íbúa og námsstyrkir hafa verið veittir.
Ekkert af þessu væri hægt án ykkar. Takk fyrir að versla hjá okkur.
Saman getum við haft áhrif.
5.077
Skráðar komur
4.207
Skráðar komur
4.777
Skráðar komur
6.510
Skráðar komur
Það skiptir máli hverju við klæðumst – ekki aðeins fyrir okkur sjálf heldur líka fyrir jörðina. Með því að velja föt með sögu í stað nýrra stuðlum við að minni sóun, minni mengun og betri nýtingu þeirra auðlinda sem þegar hafa verið notaðar við framleiðslu. Föt með sögu er nýjasta tíska – taktu þátt í hringrásinni – því saman getum við haft áhrif á líf fólks og náttúruna.
77.689
Flíkur eignast nýtt líf
Þegar þú verslar, hjálpar þú okkur að hjálpa öðrum.
Fleiri leiðir til að styrkja: