Bólusetningar – örugg börn & stuðningur með fallegum búningum

Bólusetningar

Pistill eftir Þóru Hrönn Sigurjónsdóttur,
stofnanda Allir Skipta Máli og Kubuneh Verslun

Einu sinni í mánuði kemur teymi á vegum ríkisins sem sér um ungbarna og mæðraeftirlit. Ófrískar konur fá skoðun og börn upp að 5 ára aldri eru vigtuð, mæld og bólusett. En bólusetningum barna hefur farið fækkandi því miður svo við höfum brugðið á það ráð að afhenda foreldrum fatapakka þegar börnin eru bólusett. Þetta hvetur foreldra til að koma með börnin sín. Ég hef fengið mikið hrós frá yfirmanni þessa teymis fyrir þetta því hann sér mikin mun á fjölda barna sem koma í bólusetningar þegar fatapakkarnir eru afhentir. Hingað til hafa pakkarnir innihaldið mismunandi stærðir af barnafötum. Ég hef hins vegar lært að foreldrar koma bara með yngsta barnið og skilja hin börnin eftir heima þó þau þurfi líka bólusetningar. Nú eru fatapakkarnir eftir stærðum og foreldrar fá því bara pakka sem passar á það barn sem kemur í bólusetningu. Til þess að fá föt á hin börnin verða þau að koma í bólusetningu.