Hibiscus (wonjo) te

Vörulýsing:
  • Framleitt í Gambíu
  • 30 te pokar

Jelmah Herbella er fyrirtæki sem var stofnað árið 2019 af Fatou Manneh. Jelmah Herbella vinnur með bændum að því að framleiða lífrænar jurtir í stórum stíl í gegnum regnhlífasamtök, hvetur konur til að stunda vistrækt, þ.e. rækta jurtir í bakgörðum sínum í bíldekkjum, sekkjum, brotnum pönnum og selja jurtir og kornrækt á áreiðanlegan markað til að afla sér auka tekna. Fatou Manneh er ung kona frá Gambíu sem er með BA gráðu í þróunarnámi frá háskólanum í Gambíu og er þjálfari í Empretec verkefninu. Þar er lögð áhersla á að fræða frumkvöðla, bændur og söluaðila til að auðvelda sjálfbæra þróun og vöxt án aðgreiningar. 

Fatou sérhæfir sig í frumkvöðlastarfi, sérstaklega til að mennta og styrkja konur og leiðbeinir hún yfir 2000 konum í Gambíu. Fatou hefur mikla ástríðu fyrir lífrænum jurtum og þjálfun faglærðra og hálffaglærðra leiðbeinenda í lífrænni jurta-, ávaxta- og grænmetisframleiðslu og kviknaði áhugi hennar á lífrænum jurtum þegar hún var mjög ung og sá jurtirnar vaxa náttúrulega í þorpinu sínu og voru þær notaðar af fjölskyldu hennar í te bæði kvölds og morgna.

1.500 kr.

4 á lager

Með því að versla þessa vöru gefur þú:
  • 1x Þungunarpróf 20 stk
  • 1x Komugjald fyrir fullorðin
  • 1x Stungulyf vegna vökvaskorts